Þann 29. mars s.l. héldu félagsmenn Sörla sína árlegu Skírdagsreið. Lagt var af stað, í blíðviðri, frá Sörlastöðum kl. 13 til móts við gesti sem komu frá nágrannafélögum. Hið margrómaða Skírdagskaffi var síðan á sínum stað í reiðhöllinni og var margt um manninn og almenn gleði eins og við var að búast. Þessi skemmtilegi viðburður er orðin fastur liður margra hestamanna á höfuðborgarsvæðinu í dymbilviku og hjá Hestamannafélaginu Sörla er þetta sannkallaður hátíðisdagur. Við þökkum gestum innilega fyrir komuna sem og öllum félagsmönnum sem lögðu hönd á plóg við að gera atburðinn mögulegan.
Birtingardagsetning:
miðvikudaginn, 4. apríl 2018 - 16:07