Ferðanefndin vill byrja á að þakka mikla og góða þátttöku í Skírdagsreiðinni. Svo viljum við minna á að hinn góðkunni hestamaður og ferðagarpur Hermann Árnason kemur til okkar á miðvikudaginn 8. apríl. Mun hann spjalla við okkur um hestaferðir og vonandi segja okkur frá sínum ferðum. T.d. fór Hermann ásamt félögum sínum í mikila hestaferð vorið 2009 og segir frá henni í bók Jens Einarssonar, Vatnagarpar. Um bókina segir; "Vorið 2009 riðu nokkrir djarfir hestamenn öll vatnsföll á Suðurlandi frá Hornafirði til Selfoss. Sumir komust í hann krappan. Engin þeirra sá þó eftir ferðinni. Jens Einarsson hefur sett saman glæsilega myndabók um þessa sögulegu ferð". Okkur gefst líka tækifæri á að spyrja Hermann um hestaferðir og ferðatilhögun þeirra okkur til fróðleiks og skemmtunar. Meðfylgjandi mynd er úr bókinni
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.