Í dag er síðasti dagur skráningar á opið íþróttamót Sörla og HS Orka.
EKKI verður hægt að taka við skráningum eftir það. EFTIR AÐ SKRÁNINGU LÝKUR KEMUR Í LJÓS HVERNIG DAGSKRÁ VERÐUR HAGAÐ OG MÖGULEGA HEFJUM VIÐ MÓTIÐ Á FÖSTUDEGINUM 17. MAÍ.
Allar upplýisngar má líka finna á facebokk viðburðinum: Opið íþróttamót Sörla og HS Orku
Einungis þeir sem hafa greitt félagsgjöldin sín hafa keppnisrétt á mótinu.
Mótanefnd vill vekja athygli á því að í ár verður í boði:
- keppni í T7 í öllum yngri flokkum og 2. flokki
- keppni í T3, T4, V2, F2 í Meistaraflokki
- keppni í F2 í unglinga og ungmennaflokki
Þessi nýbreytni er gerð til að mæta óskum félagsmanna um fjölbreytni í flokkaframboði og verður vonandi hvatning til þátttöku. Knapar sem hafa þegar skráð sig en vilja færa sig í þessar greinar geta haft samband á motanefnd@sorli.is
Mótanefnd Sörla áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þáttaka. Lög og reglur um eftirfarandi flokka má finna hér:
https://www.lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/2018/lh_logogreglur_2...
Yfirlit yfir flokka og keppnisgreinar:
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T7
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T7 - Tölt T4
Ungmennaflokk: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T7 - Tölt
T4 - Gæðingaskeið PP1
2. flokkur: Fjórgangur V2 – Fjórgangur V5 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 –Tölt T4 – Tölt T7 – Gæðingaskeið PP1 1. flokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 - Gæðingaskeið PP1 Opinn flokkur / Meistaraflokkur: Fjórgangur V1 og V2 – Fimmgangur F1 og
F2 – Tölt T1 og T3 – Tölt T2 og T4 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m skeið P2