Nú standa yfir skráningar á verkleg knapamerkjanámskeið í Sörla. 

Reiknað er með að námskeiðin hefjist 12. janúar.  Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum. Við hvetjum alla sem hafa áhuga til þess að skrá sig fyrir miðnætti 8. janúar en þá lýkur skráningu. 

Leiðbeiningar fyrir skráningu:

Smellið á: ibh.felog.is(link is external)

Þá er mikilvægt að haka við Samþykkja skilmála.

Eftir að viðkomandi hefur skráð sig inn er þetta nokkuð ljóst. Síðan þarf maður að velja aðildarfélag og okkar tilfelli á að smella á lógóið fyrir IBH og þá koma þau námskeið sem eru í boði.

 

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 7. janúar 2015 - 10:12