Í dag hófst síðasta sumarnámskeið Reiðskóla Sörla og Íshesta og lýkur því reiðskólanum næstkomandi föstudag. Námskeiðin hafa verið vel sótt og gengið vel. Kennarar eru þær Margrét Gunnarsdóttir og Guðrún Dögg Sveinsdóttir. Þeim til aðstoðar höfum við fengið frábæra krakka og ungmenni frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar, en án þeirra væri ekki hægt að starfrækja reiðskólann. Bestu þakkir til ykkar allra.
Myndin sem fylgir er tekin af nemendum í kaffitímanum.
Birtingardagsetning:
mánudaginn, 14. ágúst 2017 - 14:24