Nú er framkvæmdum við reiðhöllina að mestu lokið. Reihöllin hefur verið opnuð en ennþá eru verkfæri og dót í andyri og eru reiðhallarnotendur beðnir að taka tillit til þess og fara varlega. 

Stjórn Sörla vill þakka öllum þeim sem lögðu sitt lóð á vogarskálarnar að þessi vinna myndi takast. Hitan og þungann af verkinu bar Eggert Hjartarson með dyggum stuðningi Pálma Hannessonar. Eiga þessir herramenn heiður skilinn.

Nú er bara að draga fram reiðhallarlykilinn og taka létta haustæfingu : )

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 27. september 2017 - 18:12
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll