Sörlafélagar áttu góðar sýningar á miðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum, en þrjú hross frá félagsmönnum voru sýnd þar til fyrstu verðlauna.
Katla frá Hemlu II
Katla er 5 vetra gömul undan Ský frá Skálakoti sem er undan Sólon frá Skáney og Vök frá Skálakoti en Skýr hefur hæst hlotið 8.70 í kynbótadóm, móðir Kötlu er Spyrna frá Síðu en hún er undan Roða frá Múla og Lipurtá frá Syðra-Langholti, Spyrna hlaut 7.74 í kynbótadóm.
Katla er eftirtektarverð hryssa var sýnd í góðan í fyrra og endaði í 10 sæti í 4v flokki á Landsmótinu á Hólum, en hlaut þá 8.20 í aðaleinkunn fyrir byggingu hlaut hún 8,25 og 8.17 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir höfuð, háls/herðar og bóga, tölt, fegurð í reið og vilja og geðslag. Sýnd sem klárhross
Katla var sýnd af Jakobi Svavari Sigurðssyni og hún bætti hún heldur betur dóm sinn frá árinu áður en hún hlaut fyrir byggingu 8.38 og fyrir hæfileika 8.71 þar af 9 fyrir höfuð, háls/herðar og bóga, samræmi, tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið,einnig hlaut hún 8,5 fyrir skeið.
Katla er ræktuð af Önnu Geirsdóttir og Vigni Siggeirssyni en er í eigu Önnu.
Ofurhryssa á ferð til hamingju með magnað hross.
Erró frá Ási 2
Erró er gullfallegur brúnskjóttur 7 vetra hestur undan Þristi frá Feti syni Orra frá Þúfu og Skák frá Feti, Þristur hefur hlotið 8.27 í aðaleinkunn, móðir Errós er Skyssa frá Bergstöðum en hún er undan Kolskegg frá Kjarnholtum og Prinsessu frá Bergstöðum sýnd með 7.85 í aðaleinkunn.
Erró var sýndur af Árna Birni Pálssyni og hlaut hann í aðaleinkunn 8.22 þar af fyrir byggingu 8.39 og fyrir hæfileika 8.1,
Hann hlaut meðal annars 9 fyrir samræmi, tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið. En fyrir prúðleika hlaut Erró hvorki meira né minna 10 líkt og bróðir sinn undan sömu hryssu Víkingur frá Ási en hann ætti að vera Sörlafélögum kunnugur.
Ræktandi Errós er Hástígur ehf, en eigendur eru Hástígur ehf, Ástríður Magnúsdóttir og Hannes Brynjar Sigurgeirsson.
Innilega til hamingju með þennan flotta hest.
Árblakkur frá Laugasteini
Árblakkur fékk góða umfjöllun eftir að hann var sýndur á Sörlastöðum en hann mætti aftur til leiks á Hellu og hækkaði dóm sinn töluvert, bygginardómur stóð að vísu í stað, en hæfileikar fóru úr 8.78 í 9.20! Fékk meðal annars í 10 fyrir Vilja og geðslag.
Innilega til hamingju.
Samantekt, Geir Harrýsson