Grímur frá Skógarási
Grímur er fæddur 2011 og sýndur í vor á Gaddstaðaflötum. Hann er undan Herjólfi frá Ragnheiðarstöðum og Lind frá Ármóti. Grímur er klárhestur, en hann hfur hlotið sjö níur; fyrir hægt tölt, tölt, brokk, hægt stökk, stökk, fegurð í reið, vilja og geðslag. Hann hlýtur 8,22 fyrir sköpulag og 8,27 fyrir hæfileika aðaleinkunn 8,25. Ræktandi og eigandi er Einar Valgeirsson. Sýnandi var Sörlafélaginn Hanna Rún Ingibergsdóttir. Við óskum Einari til hamingju með árangurinn.
Krummi frá Tjarnastöðum
Krummi er 5v hestur undan Sjóð frá Kirkjubæ aðaleinkunn 8.70 og Súlu frá Varmalæk aðaleinkunn 8.30 Eigandi og ræktandi Krumma er Guðlaugur Adolfsson, Daníel Jónsson sýndi Krumma í Hafnarfirði þann 22.05.2017 og fékk hann góðan dóm en hann hlaut í aðaleinkunn 8.44 þar af 8.43 fyrir sköpulag og 8.45 fyrir hæfileika. Ber þar helst að nefna 9 fyrir samræmi og vilja og geðslag. Innilega til hamingju með flottan hest
Fyrir tæpum tveimur árum kom til okkar í Sörla þekktur knapi, Daníel Jónsson, en hann hefur látið til sín taka á kynbótabrautinni. Hér á eftir kemur samantekt af þeim hestum sem Daníel er meðeigandi að og sýndi með góðum árangri í vor.
Apollo frá Haukholtum
Apollo er 5v glæsihestur undan Arion Frá Eystra-Fróðholti sem er með aðaleinkunn upp á hvorki meira né minna en 8.91 móðir Apollo heitir Elding frá Haukholtum sýnd með 8.56 í aðaleinkunn.
Ræktandi og eigandi ásamt öðrum er Sörlafélaginn Daníel Jónsson en hann sýndi einmitt hestinn í Hafnarfirði þann 22.05.2017 Apollo hlaut í aðaleinkunn 8.68 þar af 8.76 og fyrir hæfileika fékk hann 8.63, þar af 9 fyrir Háls,herðar og bóga, bak og lend, vilja og geðslag og fegurð í reið 9,5 fyrir samræmi, hófa, tölt og hægt tölt.
Árblakkur frá Laugasteini
Árblakkur er 6v gamall hestur undan Ágústínusi frá Melaleiti sem var sýndur með einkunn upp á 8.61 og Áróru frá Laugasteini sem er með 8.13 í aðaleinkunn.Daníel Jónsson er ræktandi og eigandi ásamt öðrum. En Daníel sýndi hestinn í Hafnarfirði þann 22.05.2017 og fór hann í flottan dóm, aðaleinkunn 8.58 sköpulag 8.28 og hæfileikar 8.78 Þar af 9 fyrir tölt og skeið.
Lukka frá Efsta-Seli
Lukka er 5v gömul undan hinum magnaða kynbótahesti Orra frá Þúfu aðaleinkunn 8.34 og Lady frá Neðra-Seli aðaleinkunn 8.39. Eigandi og ræktandi ásamt öðrum er Daníel Jónsson sem einnig sýndi merina en hún fór í dóm í Hafnarfirði þann 22.05.2017 og hlaut í einkunn 8.49 þar af fyrir sköpulag 8.51 og hæfileika 8.47 þar af 9 fyrir háls, herðar og bóga, samræmi, og tölt. Því miður fannst ekki mynd af Lukku
Fjara frá Horni
Enn er Daníel Jónsson á ferð en nú með hryssuna Fjöru frá Horni sem er 4v undan Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum aðaleinkunn 8.65 og Flautu frá Horni aðaleinkunn 8.39. Daníel er ræktandi ásamt öðrum að þessari meri, en hann sýndi hana einnig í Spretti þann 12.06.2017 og fékk hún einkunina 8.22 þar af sköpulag 8.05 og hæfileikar 8.33, En hún hlaut meðal annars 9 fyrir vilja og geðslag. Því miður fannst ekki mynd af Fjöru.
Við óskum Daníel til hamingju með frábæran árangur í vor.
Farið ekki langt, því Geir er ennþá að vinna að samantekt af kynbótasýningum vorsins.