Það hefur snjóað í morgun á félagssvæði Sörla og er það góð tilbreyting frá roki og rigningu síðustu daga. Matthías Kjartansson er sá tamningamaður sem er hvað duglegastur að ríða út þessa dagana og hann hefur ekki látið veðrið stoppa sig. í morgun var hann að þjálfa Cesar frá Húsafelli í reiðhöllinni. Cesar er 6 vetra gamall, undan Hákoni frá Ragnheiðarstöðum.

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 16. nóvember 2016 - 11:07
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll