Kæru Sörlafélagar það verður nóg að gerast um helgina.  Laugardaginn 7. febrúar verður félagsreiðtúr, lagt af stað kl. 13:00 frá Sörlastöðum. Á sunnudeginum 8. febrúar verður grímutöltið. Skráning er frá 09:00-11:30, leikarnir hefjast svo kl. 12:00. Stefanía verður með opið á sunnudeginum þannig að  það er tilvalið að fá sér eitthvert góðgæti hjá henni og sýna sig og sjá aðra.

Hlökkum til að sjá sem flesta, kveðja frá ferða-og æskulýðsnefnd.

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 5. febrúar 2015 - 21:14
Danni og Sigurbjörn á skeiðspretti