Gaman hefur verið að fylgjast með heldrimannaflokknum hjá okkur í Sörla í vetur en sérstaka athygli hefur vakið að á báðum Landsbankamótunum hafa allir í úrslitasætum verið á hrossum úr eigin ræktun. 

Á fyrsta Landsbankamótinu voru úrslit eftirfarandi:

  1. Snorri Rafn Snorrason - Vigdís frá Hafnarfirði
  2. Smári Adolfsson - Kemba frá Ragnheiðarstöðum
  3. Hörður Jónsson - Stjarna frá Reykjavík
  4. Guðmundur Skúlason – Snúður frá Svignaskarði
  5. Kristinn jón Einarsson – Sindri frá Miðskógi

Á öðru Landsbankamótinu voru enn og aftur allir á hrossum úr eigin ræktun!

Úrslitin voru eftirfarandi á Landsbankamóti II: 
       1.Smári Adolfsson  - Kemba frá Ragnheiðarstöðum 
       2.Hörður Jónsson - Galdur frá Reykjavík 
       3.Guðmundur Skúlason - Snúður frá Svignaskarði 
       4.Oddný M Jónsdóttir - Vaðlar frá Svignaskarði  
       5.Margrét Vilhjálmsdóttir - Burkni frá Sandhól

Það verður spennandi að fylgjast með þessum keppendum spreyta sig á þrígangsmótinu og sjá hvort ræktendurnir haldi áfram að standa sig svona vel. 

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 22. mars 2016 - 19:44
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll