Kæru Sörlafélagar
Nú líður að því að fyrsta stóra mótið okkar í vor verði haldið en það er íþróttamótið okkar sem fer fram 14-17 maí nk.  Okkur í mótanefnd vantar sjálfboðaliða til að aðstoða við mótið. Það vantar m.a. ritara fyrir dómara, ljósmyndara, í verðlaunaafhendingu og annað tilfallandi. Vonandi eru einhverjir félagsmenn sem sjái sér fært að aðstoða okkur, þótt það séu ekki nema í stuttan tíma hluta úr degi.  Hvert smáviðvik skiptir máli því margar hendur vinna létt verk.

Vinsamlega sendið upplýsingar nafn og símanúmer á motanefndsorla@gmail.com eða hafið samband við Völku í síma 664-8570

Mótanefnd Sörla

Efnisorð: 
Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 6. maí 2015 - 6:59
Frá: