Landsþingi LH er lokið í Giljaskóla á Akureyri. Þingsstörf gengu vel fyrir sig í dag og í lok fundar voru kosningar. Lárus Ástmar Hannesson var endurkjörinn formaður sambandsins og mikið af nýju fólki kom inn í bæði aðal- og varastjórn.
Við Sörlafólk gleðjumst sérstaklega yfir því að Eggert Hjartarsson sörlamaður hafi hlotið kosningu í aðalstjórn LH. Eggert er mörgum kunnugur fyrir ötul störf sín í stjórn og reiðveganefnd Sörla og enn fremur hefur hann verið mjög virkur sjálfboðaliði í ýmsum störfum á félagssvæði okkar. Við óskum Eggerti hjartanlega til hamingju með kjörið.
Einnig má geta þess að Rósa Birna Þorvaldsdóttir sem er uppalin í Sörla var kosin í varastjórn. Óskum við henni einnig til hamingju með kjörið.
Aðalstjórn LH er nú þannig skipuð:
- Lárus Ástmar Hannesson formaður, Snæfellingi
- Ólafur Þórisson, Geysir
- Ágúst Hafsteinsson, Sleipnir
- Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Hörður
- Stefán Logi Haraldsson, Skagfirðingur
- Sóley Margeirsdóttir, Máni
- Jean Eggert Hjartarson Classen, Sörli