Eldur frá Bjarghúsum

Eldur er 7v dökkrauður hestur undan Arði frá Brautarholti sem hefur hæst hlotið 8,49 í aðaleinkunn undan Orra frá Þúfu og Öskju frá Miðsitju, móðir Elds heitir Ögn frá Úlfljótssvatni hún er með 8.08 í aðaleinkunn en hún er undan Gauta frá Reykjavík og Prinsessu frá Úlfljótsvatni. Ræktandi Elds er Guðrún Guðmundsdóttir en hún er eiginkona Björns Bjarnasonar fyrrverandi formanns Sörla. Núverandi eigandi hestsins Hörður Óli Sæmundarson sýndi hann í sinn hæst dóm á sýningu á Hólum þann 12.06.2017 en þá hlaut hann í aðaleinkunn 8.26 þar af 8.48 fyrir sköpulag og 8.11 fyrir hæfileika klárhestur, en Eldur hlaut meðal annars 9 fyrir hófa, brokk, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið.

Eldur er skráður til leiks á Fjórðungsmót Vesturlands 2017 gaman verður að sjá hvort hann hækki sinn dóm þar.

Til hamingju með þennan glæsilega hest.

Stjörnufákur frá Bjarkarhöfða

Stjörnufákur er 5v hestur undan Kolfinni frá Sólheimatungu sem er ósýndur en hann er undan Segli frá Sörlatungu og Finnu frá Sólheimatungu móðir Stjörnufáks heitir Snorka frá Kjarnholtum en hún er sýnd með 8,07 í aðaleinkunn en hún er undan Kólfi frá Kjarnholtum og Hrefnu frá Holtsmúla. Ræktandi er Vilhjálmur Karl Haraldsson en hann er einnig eigandi ásamt Hrafni Einarssyni og Haraldi Óla Haraldssyni en þeir eru allir í Sörla. Stjörnufákur var sýndur í Hafnarfirði þann 22.05.2017 af Benedikt Þór Kristjánssyni en hann hlaut í aðaleinkunn 8.03 þar af 8.17 fyrir sköpulag og 7.94 fyrir hæfileika og þar ber hæst 9 fyrir fet, þess má þó geta að Stjörnufákur á hærri dóm en hann var sýndur árið 2016 í 8.12 í aðaleinkunn.

Stjörnufákur er skráður til leiks á Fjórðungsmóti Vesturlands árið 2017 og verður spennandi að sjá hvort hann nái ekki að hækka sína einkunn þar.

Til hamingju.

Sókron frá Hafnarfirði

Sókron er 7v hestur undan Álfi frá Selfossi aðaleinkunn 8.46 en Álfur undan Orra frá Þúfu og Álfadís frá Selfossi, móðir Sókrons er Snót frá Tungu en hún er undan Jarli frá Búðardal og Lottu frá Tungu en Snót hefur hæst hlotið í kynbótadóm 8.26. Ræktendur Sókrons eru þau Sindri Sigurðsson og Friðdóra Friðriksdóttir, en þau eru einnig eigendur ásamt Annette Coulon. Sindri sýndi Sókron í sinn hæsta dóm á Hellu þann 12.06.2017 en hann hlaut í aðaleinkunn 8.27 þar af fyrir sköpulag 8.26 og fyrir hæfileika 8.28.

Sókron sigraði einnig A flokkinn á Gæðingamóti Sörla 2017

Til hamingju með flottan árangur.

Alfa frá Svignaskarði

Alfa er 7v gömul jörp meri undan Alvari frá Brautarholti sýndur með 8,02 í aðaleinkunn en hann er undan Dalvar frá Auðsholtshjáleigu og Öskju frá Miðsitju, móðir Ölfu heitir Ótta frá Svignaskarði sýnd með 8.1 í einkunn en Ótta er undan Trostani frá Kjartansstöðum og Kjöng frá Svignaskarði. Rækandi og eigandi er Guðmundur Skúlason. Alfa var sýnd í spretti þann 12.06.2017 en sýnandi var Daníel Jónsson hlaut hún í aðaleinkunn 8.12 þar af 8.59 fyrir sköpulag og 7.80 fyrir hæfileika, en í dómi hennar fer hæst 9.5 fyrir höfuð, og 9 fyrir háls,herðar og bóga, bak og lend og samræmi.

Því miður fannst ekki mynd af Ölfu.

Að okkar bestu vitund er þá upptalningu þeirra hrossa sem hafa farið í 1 verðlaun lokið, ef það reynist ekki rétt þá endilega komið með ábendingar. Vitað er til þess að hross frá Sörlafélögum komi til dóms á mið- og síðsumarsýningum og verður spennandi að sjá hvað gerist þá en fjallað verður um það síðar.

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 29. júní 2017 - 10:53
Eldur frá Bjarghúsum
Stjörnufákur frá Bjarkarhöfða
Sókron frá Hafnarfirði