Farið var í kvennareið Sörla síðasta vetrardag í blíðskaparveðri. Í reiðinni voru um 30 kátar konur og óhætt að segja að stemningin hafi verið frábær.
Fáar konur (en þó einhverjar) komust úr öðrum hestamannafélögum að þessu sinni en Sörlakonur létu það ekki á sig fá og riðu inn að Vífilstaðavatni með tilheyrandi stoppum. Slakt var yfir hópnum og mikil gleði við völd. Eitt óhapp varð þó á leiðinni og hörmum við það að sjálfsögðu en ekki er við allt ráðið. Vonum við að hún sé á batavegi og öll að hressast.
Þegar heim var komið tóku Raggi, Nonni og Eyþór á móti okkur að Sörlastöðum með þvílíkum smartheitum og dýrindismat. Nutum við þess að eiga þar notalega og skemmtilega stund saman og gæða okkur á herlegheitunum.
Ég naut mín í botn og þakka kærlega fyrir samveru þessara yndislegu kvenna og fyrir móttökurnar hjá strákunum. Frábært og gaman.
Bestu kveðjur, Bjarney.