Í gær 9. nóvember var kvennadeild Sörla formlega stofnuð. Á fundinn mættu á milli 20 og 30 konur á öllum aldri. Fundarstjóri var Kristín Þorgeirsdóttir og kynnti hún aðdraganda að stofnun kvennadeildarinnar. Ritari fundarins var Ragnheiður Kolviðsdóttir. Kosið vær í stjórn kvennadeildarinnar og var ákveðið að hafa tíu manna stjórn fyrsta árið meðan væri verið að koma deildinni af stað. Einnig var mælst til að stjórnarkonur væru á mismundandi aldri og stað í hestamennskunni. 

Margar hugmyndir voru ræddar eins og súpukvöld, fræðsla, skemmtikvöld, reiðtúrar, heimsóknir og námskeið svo eitthvað sé nefnt. Það er alveg ljóst að nóg verður að gera hjá nýkjörinni stjórn að vinna úr þessum hugmyndum og tillögum. Það verður spennandi að fylgjst með viðburðum kvennadeildarinnar í vetur.

Til hamingju Sörlakonur!

Á myndinni má sjá stjórn kvennadeildarinnar en einhverja vantar.

 

 

 

 

           

     

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 10. nóvember 2017 - 12:47
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll