Hrossarækt Sörlafélaga hefur blómstrað í vor. Hér á eftir kemur samantekt hvað hefur verið að gerast á kynbótabrautinni í vor. Þetta er ekki tæmandi umfjöllun og von er á fleiri fréttum fljótlega. Geir Harrysson sá um að taka saman eftirfarandi umfjöllun og þökkum við honum kærlega fyrir.

Ísak frá Þjórsárbakka

Ísak er 4 vetra gamall rauðskjóttur hestur ræktaður af Haraldi Þorgeirssyni en í eigu Þjórsárbakka ehf. Ísak er undan Herkúles frá Ragnheiðarstöðum en hann er undan Álfi frá Selfossi og Hendingu frá Úlfsstöðum kemur úr ræktun Sörlafélagans Helga Jóns Harðarsonar, en móðirin er undan Hrynjanda frá Hrepphólum og Glódís frá Skarðsá.

Ísak fór í dóm á Hellu þann 06.06.2017 og sýnandi var Árni Björn Pálsson en hann hlaut 8.68 fyrir sköpulag og 7.87 fyrir hæfileika, en hann fær meðal annars 9.0 fyrir höfuð, 9.0 fyrir samræmi og 9.0 fyrir fegurð í reið. Það sem fer hæst í kynbótadómi Ísaks er að hann fær 9,5 fyrir Háls,herðar og bóga og er hann eini stóðhesturinn á Íslandi sem fengið hefur 9.5 fyrir þessa þætti.

Óskum við eiganda og ræktenda innilega til hamingju með þennan glæsilega hest.

Frár frá Sandhóli

Frár er 6vetra brúnn hestur ræktaður af Þorvaldi H Kolbeins og Margréti H Vilhjálmsdóttir og eru þau einnig eigendur. Frár er undan Landsmótssigurvegaranum Loka frá Selfossi sem er undan Smára frá Skagaströnd og Surtlu frá Brúnastöðum, móðirin heitir Freyja frá Hafnarfirði sem er líka fædd Þorvaldi. Þorvaldur sýndi Freyju í kynbótadómi en hún hlaut hæst 7,91 í aðaleinkunn.

Frár var sýndur af dóttir þeirra hjóna henni Rósu Birnu Þorvaldsdóttir og fór hann í 8.41 í aðaleinkunn, fékk fyrir sköpulag 8,33 og fyrir hæfileika 8.46 sýndur sem klárhestur! En hann fékk meðal annars 9 fyrir samræmi, hófa, tölt, brokk og hægt tölt. 9.5 fyrir stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt stökk. Glæsilegur dómur en hann var sýndur þann 12.06.2017 á Hellu.

Innilega til hamingju eigendur og ræktendur.

Villimey frá Hafnarfirði

Villimey frá Hafnarfirði er 9v glæsihryssa undan Spóa frá Geirshlíð sem hefur ekki hlotið fullnaðardóm en var sýndur í byggingadóm og hlaut hann 8,24 en hann er undan Leikni frá Vakurstöðum  og Lóu frá Geirshlíð, móðirin heitir Harpa frá Hafnarfirði en hún er ósýnd undan Toppi frá Eyjólfsstöðum og Bjólu frá Ólafsvík.

Ræktandi er Snorri Rafn Snorrason en eigendur eru Bryndís Snorradóttir og Hafþór Hreiðar Birgisson en hann hefur séð um þjálfun og sýningar á hryssuni. Villimey hefur komið fram mikið í keppni og stendur hæst þar að hún og Hafþór unnu ungmennaflokkinn á Landsmótinu á Hólum árið 2016 flottur árangur þar.

Villimey fór í dóm í Hafnarfirði þann 22.05.2017 og hlaut 8.12 fyrir sköpulag og 8.15 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir höfuð, háls,herða og bóga, vilja og geðslag og fet og 9,5 fyrir brokk.

Innilega til hamingju ræktandi og eigendur með árangurinn.

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 27. júní 2017 - 8:05
Ísak frá Þjórsárbakka
Ísak frá Þjórsárbakka
Frár frá Sandhól
Frár frá Sandhól
Villimey frá Hafnarfirði
Villimey frá Hafnarfirði