Á komandi aðalfundi Sörla 25. október verða að venju veittar viðurkenningar fyrir keppnisárangur. Farið verður eftir þeim viðmiðunarreglum sem settar voru í fyrra og endurskoðaðar voru nú og samþykktar af stjórn.
Við hvetjum því knapa og forráðamenn knapa að senda inn upplýsingar um keppnisárangur á netfangið sorli@sorli.is í síðasta lagi þriðjudaginn 23. október.
Hér að neðan eru viðmiðunarreglur ársins 2018 við val á knöpum til verðlauna. Stjórn Sörla áskilur sér rétt að horfa einnig til annara þátta við veitingu verðlauna.
Þær viðurkenningar sem Sörli mun veita eru eftirfarandi:
- Íþróttamaður og íþróttakona Sörla (er valinn úr hópi knapa sem keppa í 1. flokki og meistaraflokki).
- Efnilegasta ungmenni Sörla. Þennan titil er einungis hægt að vinna einu sinni.
- Besti keppnisárangur í barna eða unglingaflokki
- Áhugasamasti einstaklingurinn í barna og unglingflokki. Horft er til áhuga, framfara og til þátttöku í viðburðum félagsins, í keppni og í námskeiðum hjá félaginu. (reiðkennarar og æskulýðsnefnd eru matsmenn á það). Þessa viðurkenningu er eingungis hægt að fá einu sinni.
- Áhugamaður Sörla (er valinn úr hópi knapa sem keppa í öðrum flokkum en 1. flokki og meistaraflokki).
Eftirtalin mót gefa stig:
- Landsmót og Heimsmeistaramót gefa alltaf flest stig
- Íslandsmót og Norðurlandamót gefa næst flestu stigin (Áhugamannamót Íslands og Áhugamannamót Spretts)
- Gæðingakeppni Sörla (Gæðingamót og Gæðingaveisla) Íþróttakeppni Sörla og World Ranking íþróttamót
Stigagjöf:
Íþrótta- og Gæðingakeppni Sörla og WR mót (hver grein, sama stigatafla gildir fyrir áhugamannaflokka).
- 1. Sæti – 20 stig
- 2. Sæti – 15 stig
- 3. Sæti – 10 stig
- 4. Sæti – 9 stig
- 5. Sæti - 8 stig
- 6. Sæti – 7 stig
- 7. Sæti – 6 stig
- 8. Sæti – 5 stig
- 9. Sæti – 4 stig
- 10. Sæti – 3 stig
Jafnframt gefur titillinn "Knapi mótsins" 20 stig.
Íslandsmót og Norðurlandamót
Áhugamannamót Íslands og áhugamannamót Spretts gilda að jöfnu fyrir áhugamenn.
- 1. Sæti – 40 stig
- 2. Sæti – 35 stig
- 3. Sæti – 30 stig
- 4. Sæti – 25 stig
- 5. Sæti – 20 stig
- 6. Sæti – 15 stig
- 7. Sæti – 10 stig
- 8. Sæti – 5 stig
- 9. Sæti – 4 stig
- 10. Sæti – 3 stig
Landsmót (Gæðingakeppni) og Heimsmeistaramót
- 1. Sæti – 60 stig
- 2. Sæti – 50 stig
- 3. Sæti – 45 stig
- 4. Sæti – 40 stig
- 5. Sæti – 35 stig
- 6. Sæti – 30 stig
- 7. Sæti – 25 stig
- 8. Sæti – 20 stig
- 9. Sæti – 15 stig
- 10. Sæti – 14 stig
- 11. Sæti – 13 stig
- 12. Sæti – 12 stig
- 13. Sæti – 11 stig
- 14. Sæti – 10 stig
- 15. Sæti – 9 stig
- 16. Sæti – 8 stig
Sá sem kemst í milliriðil en ekki úrslit fær 5 stig.
Landsmót – tölt og skeið
- Fyrir tölt gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti
- Fyrir skeið gildir sama stigatafla og á Íslandsmóti en bara fyrir 5 efstu sætin.
Áminningar dómara (gul og rauð spjöld) vegna slæmrar meðferðar eða reiðmennsku geta haft áhrif á val knapa sem íþróttamanns Sörla.
Að gefnu tilefni skal þess getið að knapar geta fengið senda sína útreikninga en útreikningar eru ekki sendir til þriðja aðila eins og lög kveða á um persónuvernd.