Litið var inn á æfingu hjá krökkunum í Hestafjörinu í gær. Nú er bóklega þætti námskeiðisins lokið og byrjaðir eru verklegir tímar sem fara fram tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og fimmtudögum. Talsvert frost var í gær og var mögum býsna kalt að labba með hestana út í reiðhöll. Krakkarnir skemmtu sér vel og eru mjög dugleg að stjórna hestunum sínum og leysa þær þrautir sem Friðdóra leggur fyrir þau. Friðdóru til aðstoðar í tímunum er Annabella Sigurðardóttir.

Á myndinni eru krakkarnir að hita upp hestana á feti áður er farið er i meira krefjandi æfingar

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 22. nóvember 2016 - 11:07
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll