Á Sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 23. apríl er okkur Sörlafélögum boðið í heimsókn í Kjósina, til hestamannafélgsins Adams.Þar gefst okkur kostur á að ríða um á okkar eigin hestum með Adamsfélögum, lagt verður af stað undir hádegi. Það verður gaman að fá að kynnast þeim og þeirra svæði. Annaðhvort verður reynt að sameina í hestakerrur eða fá flutning ef þess gerist þörf. Skráning og frekari upplýsingar eru á ferdanefnd@sorli.is
Birtingardagsetning:
mánudaginn, 20. apríl 2015 - 11:06
Frá: