Kvöldmót Gæðingaveislu Sörla og Íshesta var haldið dagana 22 - 24 ágúst í blíðskaparveðri. Mótið gekk vel, knapar stóðu sig vel og mættu tímanlega í braut og sáust margar flottar sýningar.

  • Á þriðjudagskvöldið fór fram forkeppni í barna og unglingaflokk og blandaðs B-flokk áhugamanna og opins flokks.
  • Miðvikudagskvöldið var helgað forkeppni A-flokks og tölt T3, 1 flokk, 2. flokk og 21 árs og yngri. Þar sem það voru mjög fáar skráningar í A-flokk áhugamannaflokk og ungmennaflokk voru þeir felldir niður og bauðst keppendum að færa sig upp í opinn flokk.
  • Úrslitin voru svo haldin í kvöld, fimmtudag. Almennt var tímasetning góð á mótinu, þó varð einhver seinkunn varð í úrslitum.

Voru margir sem höfðu orð á því að þetta væri skemmtileg tilbreyting að halda mót í miðri viku.

Mótanefnd þakkar knöpum fyrir þátttöku og dómurum fyrir þeirra störf. Síðast en ekki síst er sjálfboðaliðum þakkað fyrir þeirra óeigingjarna framlag til mótsstarfa. Án þeirra væri ekki hægt að halda svona stóra viðburði sem mótin eru. Að lokum þakkar mótanefnd styrktaraðilum sitt framlag til mótsins en þeir voru Íshestar, Hraunhamar og Gaman ferðir.

Hér má svo sjá heildarniðurstöður mótsins

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 25. ágúst 2017 - 13:01
Frá: 
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll