Heiðar Snær Rögnvaldsson, er vinnumaður hjá Daníel Jónssyni. Starfið hjá Heiðari er mjög fjölbeytt, hann hefur umsjón með hirðingu og gegningu hrossa og aðstoðar við að hreyfa gæðingana. Virkilega spennandi starf. Heiðar er fjölhæfur og stendur sig einnig vel í umhirðu ungbarna. En á myndinni sem fylgir þessari frétt er Heiðar að passa Dagmar, yngsta afkomenda Daníels og Lóu, meðan þau hjónakornin eru í reiðtúr. Það er ekki að sjá annað en að Dagmar litla kunni vel að meta barnapíuna, framtíðar hestakona þar á ferðinni.

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 1. desember 2016 - 15:33
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll