Grímutölt verður haldið nk. sunnudag 8. febrúar. Skráning er frá 09:00-11:30 á Sörlastöðum. Skráningargjöld eru eftirfarandi; pollar ókeypis, börn 500 kr. unglingar 1000 kr. ungmenni 1000 kr. fullorðnir 1000 kr. Grímuleikarnir hefjast svo kl. 12:00 með Pollum (ath má teyma undir þeim) síðan er barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og þá fullorðinsflokkur. Í lokin verður svo keppt í hinu geysi vinsæla kókósbollukapphlaupi. Hlökkum til að sjá sem flesta :)
Birtingardagsetning:
mánudaginn, 2. febrúar 2015 - 13:59
Frá: