Í kvöld var fundur með Landsmótsförum Sörla. Þórdís Anna Gylfadóttir mótstjóri Landsmóts og Sigurður Ævarsson yfirdómari, fóru yfir helstu atriði sem knaparnir þurfa að hafa í huga á mótinu. Börn unglingar og ungmenni fengu afhentar Sörlaúlpur. Góð stemming var í hópnum og mikil tilhlökkun. Alls eru 33 keppendur frá Sörla að keppa á Landsmóti.
Á sunnudaginn 1. júli, hefst forkeppni í barnaflokki og unglingaflokki. Allir Sörlafélagar eru hvattir til að mæta og styðja okkar fólk. Þess ber að geta að á sunnudaginn er frítt inn á mótið og verður mikið um skemmtiatriði fyrir ungafólkið.
Á tjaldsvæðinu ætlar Sörli að vera með partýtjald sem miðstöð fyrir Sörlafélaga til að hittast og hafa afdrep. Endilega svipist um eftir stóru hvítu tjaldi á tjaldsvæðinu. Allir velkomnir.
Allar upplýsingar um mótið er að finna á http://www.landsmot.is/en