Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ásamt bæjarstjóra var boðið í heimsókn til okkar í Sörla og Íshesta í gær. Markmið heimsóknarinnar var að sýna og kynna fyrir bæjarstjórn aðstöðu okkar og reiðleiðir. Ásamt því að sýna fram á mikilvægi þess að bæta það sem fyrir er.

Atli Már Ingólfsson hóf fundinn með kynningu á þeim viðhaldsframkvæmdum sem hafa átt sér stað nú í haust bæði í reiðhöll og á keppnisvelli. Einnig ræddi hann þörf okkar fyrir nýrri reiðhöll sem myndi stór bæta aðstöðu til kennslu og iðkunar hestaíþrótta innandyra. Rætt var vítt og breytt um mikilvægi þess að búa að góðri aðstöðu til að þjónusta börn og hestamenn í Sörla. Þá var rætt um möguleika á þjónustu við fatlaða. En Sörli hefur skrifað undir viljayfirlýsingu hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu um að koma að samstarfi við þess konar þjónustu.

Reiðleiðir í upplandi Hafnarfjarðar er stórt hagsmunamál bæði fyrir okkur í Sörla og Íshesta. Samstaða var um að reiðleiðir þyrfti að bæta og fengum við að vita að reiðvegurinn yfir Bleksteinsháls verður kláraður á næsta ári. Öryggismál vegna hjólandi, gangandi og hestaumferðar voru rædd og voru allir sammála um mikilvægi þeirra og að þeim verði gætt hið ýtrasta.

Fundurinn tókst í alla staði mjög vel og teljum við að þessi heimsókn hafi aukið skilning og áhuga bæjarstjórnar á okkar hagsmunamálum. 

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 3. nóvember 2017 - 15:54
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll