Þann 25. október mætti ný stjórn Sörla á sinn fyrsta stjórnarfund.  Þar skipti hún með sér verkum.

Eftirtaldir eru í stjórn og hafa eftirfarandi hlutverk

  • Thelma Víglundsdóttir, formaður
  • Atli Már Ingólfsson varaformaður
  • Einar Örn Þorkelsson, gjaldkeri
  • Valka Jónsdóttir, ritari
  • Eggert Hjartarson, meðstjórnandi
  • Hanna Rún Ingibergsdóttir, meðstjórnandi
  • Þórunn Ansnes, meðstjórnandi

Þessa dagana er Stjórn Sörla að funda með starfsnefndum félagsins. Markmiðið með þessum fundum er að bæta samskipti og auka stuðning stjórnar við nefndir félagsins. Fyrsti fundurinn var haldinn í gærkvöldi þar sem spjallað var við hverja nefnd í hálfa klukkustund í senn. Í kvöld verður síðan þessum fundum haldið áfram. Góðar og gagnlegar umræður spunnust og má segja að þetta fyrirkomulag hafi mælst vel fyrir bæði hjá nefndunum og stjórn. Það er ljóst að það er spennandi vetur framundan með svo öflugu nefndarfólki.

 

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 1. nóvember 2016 - 10:52