Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla og HS Orku hófst í dag, annan í hvítasunnu 21. maí - stundvíslega kl. 9 með fínni sýningu upphitunarhests Vaðlari frá Svignaskarði og knapa hans Valdísi Björk Guðmundsdóttur. Svo tóku við tæknilegir byrjunarörðugleikar með Sportfeng sem varð þess valdandi að seinkun varð á mótinu.  Allt fór þó vel að lokum og kláraðist dagurinn á réttum tíma.  Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir í dag og skein sólin mestan part af mótinu með léttum skúrum í upphafi og enda móts.

Hér í viðhengi hér að neðan má finna allar niðurstöður dagsins eftir dómurum.  Útprentaðar sundurliðaðar einkunnir eftir dómurum og gangtegundum verða til sýnis á Sörlastöðum seinnipart miðvikudags.

Sáumst hress á miðvikudag þegar keppt verður í skeiðgreinum og úrslit riðin í eftirtöldum greinum.  

Miðvikudagur:
17:30 Flugskeið 
Gæðingaskeið allir flokkar
18:30 Matur 
19:00 A úrslit Fjórgangur barnaflokkur
19:20 A úrslit Fjórgangur unglingaflokkur
19:40 A úrslit Fjórgangur ungmennaflokkur
20:00 A úrslit Fjórgangur 2. flokkur
20:20 A úrslit Fjórgangur 1. flokkur
20:40 A úrslit Fjórgangur meistararflokkur
21:00 A úrslit Fimmgangur ungmennaflokkur
21:30 A úrslit Fimmgangur 1. flokkur
22:00 A úrslit Fimmgangur meistaraflokkur 

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 21. maí 2018 - 22:00
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll