Laugardaginn 17. mars skelltu nokkrar konur í Sörla sér í Rólyndisreiðtúr. Riðið var á spjallhraða sem er mikilvægt grundvallaratriði í þjálfun hrossa og einnig eflir það góðan félagskap kvenna á svæðinu. Í áningu var boðið upp á veitingar, heitt kakó og kleinur, gott spjall og slatta af hlátri. Tíu konur „þreyttu sprettinn“ að þessu sinni en vonandi verða enn fleiri konur næst. Allavega fékk viðburðurinn fyrstu ágætis einkunn hjá öllum og var kvennadeildin hvött til dáða.

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 27. mars 2018 - 11:04
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll