Í gærkvöldi hélt vinnan áfram. Góður hópur mætti og lét hendur standafram úr ermum og fá þau bestu þakkir fyrir. En ekki er allt búið enn... Í kvöld höldum við áfram verkinu, tökum síðan réttarfrí á föstudag, en höldum áfram á laugardaginn og áætlum að byrja kl. 11:00. Þetta þýðir að reiðhöllin verður lokuð fram yfir helgina. Enn og aftur biðlum við til þeirra sem geta gefið einhverja stund til aðstoðar. Í kvöld og/eða á laugardaginn. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd verður þetta algjör bylting hjá okkur í reiðhöllinni :-)

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 14. september 2017 - 12:12
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll