Dr. Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur verður með fyrirlestur í Sörla næstkomandi fimmtudagskvöld, þann 15. janúar kl 20:00.

Erindið snýst um samband byggingar og hæfileika íslenskra hrossa og áhrif skeiðgensins á ganglags hestsins. Hrossaræktendur og aðrir áhugamenn um hrossarækt látið þennan einstaka viðburð ekki framhjá ykkur fara.

Þessi fundur er í boði kynbótanefndar Sörla og er ókeypis.

Húsið opnar kl. 19:30

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 13. janúar 2015 - 9:15