Opna folaldasýning Sörla verður haldin í reiðhöllinni að Sörlastöðum í Hafnarfirði laugardaginn 28. febrúar 2015 kl. 13:00.

Keppt verður í flokki mer- og hestfolalda. Tvö folöld verða sýnd í hverju holli.

Ókeypis aðgangur fyrir áhorfendur

Verðlaun verða veitt fyrir folald sýningar að mati dómara, folald sýningar að mati áhorfenda og efstu folöld í hvorum flokki fyrir sig.

Uppboð á folatollum verður í hléi undir topp stóðhesta m.a. Aðall frá Nýjabæ og Hágang frá Narfastöðum.

Skráningargjald er 2.000 kr fyrir hvert folald.

Nánari  upplýsingar veittar  síðar.

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 16. febrúar 2015 - 10:03