Stjórn Sörla hefur haft um skeið áhyggjur af því að það beina brautin hjá okkur sé ekki nógu góð sérstaklega vegna þess efnis sem er á henni og að það sé meðal annars ástæða þess að horfið var frá því að óska eftir að kynbótasýningar væru haldnar hjá Sörla. Því var ákveðið að bæta við efni í beinu brautina nú fyrir veturinn, þannig að það brautin yrði tilbúin fyrir mót vetrarins og vorsins.
Efnið er það sama og var sett í brautirnar hjá Fáki og Spretti. Helmingur efnisins er vikur og helmingur svartur bruni úr Rauðhólum í Grímsnesi. Við fengum allt það efni sem var til í námunni samtals 6 trailerar. Næsta vor munum við fá meira efni í brautarendana. Efnið kom á föstudag, brautin var völtuð og vatninu þrýst úr henni áður en að nýja efnið var keyrt í á sunnudag, verður hún svo völtuð aftur í vikunni og verður hún þá tilbúin.
Einnig hefur verið ákveðið að mjókka brautina úr 10 metrum í 8 metra en það verður gert á næsta ári. Þetta þarf hvort er eð að gera vegna tilkomu nýrrar reiðhallar þótt hún komi seinna.
Vonum við til þess að þessi framkvæmd verði til þess að gleðja Sörlafélaga og að Sörlasvæðið verði aftur jafn eftirsótt og áður.