Það var gaman hjá Sörlafélögum á dymbilvikusýningu hjá Spretti í kvöld. Í keppni um bestu kynbótahorss félagana á Stór-Reykjavíkursvæðinu var lið Sörla sigurvegari. Við þökkum: Atla Guðmundssyni á Brynglóð frá Brautarholti, Glódísi Helgadóttur á Helgu-Ósk frá Ragnheiðarstöðum, Hinriki Þór Sigurðssyni á Ylfu frá Hafnarfirði, Hafþóri Hreiðari Birgissyni á Villimey frá Hafnarfirði, Skúla Þór Jóhannssyni á Erró frá Ási 2 og Smára Adolfssyni á Kembu frá Ragnheiðarstöðum fyrir frábæra sýningu. Einnig þökkum við klappliði Sörla á áhorfendapöllunum, sem áttu sinn þátt í okkar sigri :-) 

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 23. mars 2016 - 23:03
Framlag Sörla á dymbilvkusýningu Spretts