Sörli hélt upp á dag íslenska hestsins í Sörla. Boðið var upp á skemmtilega dagskrá í reiðhöll Sörla.  

Dagurinn hófst með fallegri fánareið prúðbúinna keppnisknapa af yngri kynslóðinni en þetta voru þau Sara Dögg og Bjartur, Jónas Aron og Ballerína , Annabella og Glettingur og Aníta Rós og Bjarkar. Síðan var kynning á knapamerkjum og sýndi Sara Dögg og Bjartur okkur flott prógramm með ýmsum fimiæfingum s.s. krossgang, sniðgang, gangskiptingar, bauga af ýmsum stærðum og gerðum.  Annabella og Glettingur sýndu okkur annarskonar prógram í tengslum við knapamerkin en einnig undirbúning fyrir keppni.  Þau sýndu okkur margar fimiæfingar sem og ýmsar gangtegundir bæði í vinnuformi og miklu söfnuðu keppnisform.

Mjög skemmtilegt atriði "fjölskylduhesturinn" var sýnt í framhaldi af knapamerkjum og gangtegundum.  Þar komu þeir feðgar Kristján á Þokkadís og Bubbi (5 ára) á Bróðir 21 vetra og sýndu okkur listir sínar.  Bæði reið Bubbi fyrir aftan pabba sinn en einnig fyrir framan og var unun að sjá hversu fallegt samspil þeirra feðga var og tengsl Bubba við hestinn sinn. En það er skemmst frá því að segja að Bubbi hefur riðið út með pabba sínum frá því að hann var 3 ára í taumi.  Hann er nú farinn að ríða sjálfur án taums inni. 

Þá  var komið að stóru atriði sem Sörlakrakkar sýndu í Æskan og hesturinn.  Þetta voru börn á aldrinum 9 til 16 ára.  Þau byrjuðu á því að ríða inn í höllina í fallegri skrúðreið.  Síðan sýndu þau skemmtilegt boðhlaup á hestum þar sem þau þurftu að ríða í gengum litla þrautabraut.

Eftirfarandi Sörlakrakkar voru í þessu atriði.

  • Sara Dögg og Von frá Holti
  • Jónas Aron og Ballerína frá Hafnarfirði
  • Sigríður Inga og Kulur frá Syðri-Völlum
  • Bryndís Ösp og Sturla frá Kálfhóli II
  • Magnús og Kjarkur frá Eystri-Leirárgörðum 
  • Ólafía og Röðull frá Ytri-Skógum
  • Jessica Ósk og Bjarmi frá Efri-Skálateigi 1
  • Hjördís Emma og Hekla frá Grindavík
  • María og Tandri frá Hólum
  • Árni og Treysi frá Grindavík
  • Bjarndís Rut og Gucci frá Hafnarfirði
  • Ágúst Einar og Blæja frá Hafnarfirði

Dagskráin endaði með skemmtilegum leik þar sem krakkarnir tóku beisli og hnakk af hestunum og slepptu þeim og ráku þau nokkra hringi.  Leikurinn fólst í því að reyna ná sínum hesti, beisla hann og leggja á hann hnakk og ríða einn hring.  Það var mikið fjör í hestunum svo þetta var smákúnst að ná þeim.  Sú yngsta í hópnum var rétt búin að beisla sitt hross þegar annað hross kom hlaupandi og tók hitt hrossið með sér.  En úrslitin urðu þau að Sara Dögg og Bjartur unnu þennan skemmtilega leik.

Þjálfarar og undirbúningur var í höndum Freyju Aðalsteinsdóttur og Ragnar Eggert Ágústsson og Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir var kynnir.

Þegar formlegri sýningu var lokið var öllum keppendum og áhorfendum boðið í vöfflukaffi sem Kiddi, Abba og Bjarney stóðu fyrir 

Eiga þau öll þakkir fyrir frábæra sýningu og skemmtilegan dag.

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 3. maí 2018 - 8:46
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll