Í  gær 1. maí var dagur íslenska hestsins haldinn hátíðlegur hér í Sörla. Ungliðar í félaginu voru með veglega dagskrá þar sem sýndir voru m.a. stóðhestar, fimleikar á hesti,  gangtegundir og fimiæfingar. Einnig var brugðið á leik og í lokin var gestum boðið að fara á bak og teymt undir börnum.  Gestum og þátttakendum var síðan boðið í vöfflukaffi.

Hestamannafélagið Sörli vill þakka eftirtöldum aðilum fyrir sinn þátt í að gera þenna dag eftirminnilegan:

  • Jónína Valgerður Örvar og allt það unga og efnilega fólk sem tók þátt í sýningunni
  • Æskulýðsnefnd
  • Skemmtinefnd
  • Skúli Þór Jóhannsson
  • Svein Heiðar Jóhannesson
  • Stefanía Sigurðardóttir
  • og allir þeir sem skelltu sér í reiðtúr fyrir kvikmyndatökuliðið
Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 2. maí 2016 - 11:19
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll