Ágætu félagsmenn. Bilun varð í WorldFeng á áramótunum og hafa einhverjir Sörlafélagar lent i vandræðum vegna þess. Nú er kerfið komið í lag hjá flestum en einhverjir félagsmenn hafa misst sinn aðgang. Þeir sem voru með aðgang en komast ekki inn eru beðnir um að hafa samband við Þórunni  á sorli@sorli.is eða í síma 897 2919. Einnig er rétt að minna á að félagsmenn Sörla hafa rétt á ókeypis aðgang að WorldFeng og biðjum við þá sem hafa áhuga að senda póst á sorli@sorli.is til að fá aðgang

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 6. janúar 2017 - 12:38
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll