Aðalfundur Sörla var haldinn 26. Október. Fundurinn var með hefðbundnu sniði. Áætla má að á milli 60 – 70 manns hafi mætt á fundinn. Fundurinn gekk vel fyrir sig og var góð stemming á fundinum.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru veittar viðurkenningar. Íþróttakarl og íþróttakona Sörla 2017 voru þau Sindri Sigurðsson og Friðdóra Friðriksdóttir. Efnilegasta ungmennið að þessu sinni var Viktor Aron Adolfsson. Að auki voru veittar viðurkenningar fyrir áhugamann Sörla, en það var Kristín Ingólfsdóttir. Viðurkenningu fyrir besta keppnisárangur í barna og unglingaflokki hlaut Katla Sif Snorradóttir og að lokum viðurkenningu í barna og unglingaflokki fyrir ástundun í hestamennsku, hlaut Sara Dögg Björnsdóttir. Að venju var veittur nefndarbikarinn, en sá bikar er veittur þeirri nefnd innan Sörla sem þykir hafa skarað framúr á liðnu starfsári. Að þessu sinni var að Krýsuvíkurnefndin sem hlaut bikarinn, en nefndin hefur verið ötul við að endurnýja girðingar og hreinsa til í Krýsuvík á árinu.
Kynbótanefndin veitti viðurkenningar fyrir hæst dæmda kynbótahross ræktað af Sörlafélagar og hæst dæmda kynbótahross í eigu Sörlafélaga. Bæði þessi verðlaun fóru til Daníels Jónssonar, fyrir Appolo frá Haukholtum sem var hæstdæmda kynbótahrossið ræktað af Sörlafélaga með 8,63 í aðaleinkunn og fyrir Árblakk frá Laugasteini með einkunnina 8,83 hæst dæmda kynbótahross í eigu Sörlafélaga.
Sú nýjung var að veitt voru umhverfisverðlaun í fyrsta sinn. Viðurkenningin fór til Kaplaskeiðs en gatan þótti skara framúr hvað varðar snyrtileika.