Kæru Sörlafélagar!
Þorrablót Sörla verður haldið á Sörlastöðum 24. janúar!
Miðasala hefst föstudaginn 16. janúar en miðaverð er aðeins 4.500 kr.
Hægt er að panta miða með tölvupósti á skemmtinefnd@sorli.is eða í síma 849-6643 og 690-4209.
Miðasölu lýkur 21. janúar en hægt verður að sækja og greiða fyrir miðana upp í reiðhöll Sörla þann 22 og 23. janúar milli 17 og 19.
Að venju er stórfenglegt pakkauppboð, söngur og glens, frábær matur og dans fram á nótt. Veislustjórinn fer fram á nafnleynd en sá hefur oft verið kenndur við glæsileika og geislandi fegurð.
Komum saman og höfum gaman!
Skemmtinefndin
Birtingardagsetning:
miðvikudaginn, 14. janúar 2015 - 11:06
Frá: