Kæru Sörlafélagar

Nú eru flestir að verða búnir að melta jólasteikina, og ánægjulegt að sjá hversu mikið líf er komið í hestamennskuna.

Nú líður senn að félagsreiðtúr febrúarmánaðar, en hann er laugardaginn 7. febrúar nk. Kl 13.00 – fyrir mistök er dagsetningin 6. febrúar í vetrardagskránni okkar. Í gamlársdagstúrinn mættu 50 manns og viljum við gera enn betur næst, þannig að við hvetjum alla til að mæta og eiga saman góða stund.

Grímutölt ferðanefndar og æskulýðsnefndar verður haldið sunnudaginn 8. febrúar, en verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Miðvikudaginn 18. febrúar verður síðan kynning á sumarferð Sörla 2015, hápunkti ársins í starfi ferðanefndar, en líkt og síðasta ár þá varð suðurlandið fyrir valinu. Allir Sörlafélagar hjartanlega velkomnir!

Í mars verður ætlum við svo að fá landsþekktan einstakling til að halda skemmtilegt fræðsluerindi fyrir okkur – samningaviðræður eru í fullum gangi og verður dagsetningin auglýst nánar síðar.

Semsagt – fullt af spennandi viðburðum á næstunni og hlökkum við til að sjá ykkur!

Áfram Sörli!

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 15. janúar 2015 - 20:52
mynd úr hestaferð 2014