Næsta miðvikudagskvöld 21. janúar Kl.19 ætlar æskulýðsnefndin að halda æskulýðskvöld.
Allir krakkar í Sörla eru velkomnir, hvort sem þeir eru búnir að taka inn hesta eða ekki.
Við ætlum að borða saman, spila og ræða hugmyndir um starf vetrarins.
Við viljum ræða hvort áhugi sé á því að fara í æskulýðsferð í vor. Einnig þurfum við að ræða hvaða atriði Sörlakrökkum langar að vera með á Æskan og hesturinn og margt fleira.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Æskulýðsnefndin.
Birtingardagsetning:
fimmtudaginn, 15. janúar 2015 - 10:01
Frá: