Næstkomandi sunnudag 15. mars verður sýningin Æskan og hesturinn í Víðidalnum.  Tvær sýningar verða eins og áður kl. 13 og kl. 16.  Á fyrri sýningunni mun María Ólafsdóttir eurovisionfari koma og syngja fyrir okkur en á síðari sýningunni kemur Lína langsokk.  Sörlakrakkar ásamt tveim stúlkum úr Sóta verða með stórglæsilegt atriði sem ber nafnið Hungurleikarnir.  Að verkefninu Æskan og hesturinn standa öll hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu og mikið er lagt í sýninguna hverju sinni.  Svona sýning er kjörið tækifæri til þess að kynna yngri kynslóðina fyrir hestamennskunni.  Frábær fjölskylduskemmtun, frítt inn og allir velkomnir.

 

 

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 9. mars 2015 - 15:27