Minnum á eina stærstu folaldasýningu ársins, en hún verður haldin á Sörlastöðum, félagssvæði hestamannafélagsins Sörla Hfj, laugard. 5 mars n.k. Nokkur folöld sem hafa mætt til leiks til okkar á Sörlastaði á sl árum hafa m.a. gert garðinn frægan á kynbótabrautinni t.d. Kolskeggur, Herjólfur,Herkúles ofl
Vegleg verðlaun í boði, og folatolla uppboð verður á þekktum stóðhestum, sýningin verður nánar auglýst síðar.
Skráningar skal senda á netfangið topphross@gmail.com.
Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
-Nafn folalds, uppruni og IS númer
-Nöfn móður og föður folalds
-Litur
-Eigandi og ræktandi folalds
Skráningargjald fyrir folald er 2.000 kr og skráning er ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist. Greiða skal inn á reikning: 0545-26-3615, kennitala: 640269-6509.
Skráningu lýkur á miðnætti, fimmtudaginn 3.mars.
Vinsamlegast sendið staðfestingu á netfangið topphross@gmail.com með nafn folalds sem skýringu.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kynbótanefnd Sörla