Þjórsárdalur
10. – 15. júní 2014
Að þessu sinni ætla Sörlafélagar að ferðast um í ægifögru umhverfi Þjórsárdals, þar sem reiðleiðir eru með því besta sem gerist og sagan drýpur af hverju strái.
Aðstaðan
Gist er í Fossnesi í minni Þjórsárdals. Þar er aðstaða hin prýðilegasta, rúm fyrir 28 gesti í húsi í tveggja til sex manna herbergjum. Í húsinu eru þrjú salerni og þrjár sturtur og heitur pottur er fyrir utan húsið. Veðursæld er mikil á þessum slóðum og þarna falla hitametin á sumrin þegar heitast er.
Tjöld/tjaldvagnar/fellihýsi
Gott slétt tjaldsvæði er rétt við húsið og aðkoma er góð fyrir fellihýsi og hjólhýsi.
Matur
Í Sörlaferðum er allur matur kvölds og morgna innifalinn í verði. Þá er gert ráð fyrir að fólk smyrji sér nesti fyrir daginn af morgunverðarborði. Matseld og þrif er í höndum þátttakenda sjálfra samkvæmt langri og farsælli Sörlaferðar-hefð, þar sem allir eiga sinn vinnuhóp.
Fararstjórn
Sigrún Bjarnardóttir, Fossnesi
Fjöldi hesta.
Ferðin krefst tveggja vel þjálfaðra hesta á mann. Hestarnir þurfa að vera nýlega járnaðir. Þátttakendur eru beðnir að gæta hófs í hrossafjölda.
Verð í ferð
- Verðið í ferðina er 45.000 kr. á mann miðað við 2 hesta.
- Auka hestur í ferð 2.000 kr./hest. Ekki er gert ráð fyrir að menn taki með sér fleiri hesta í ferðina nema með leyfi ferðanefndar þar sem hámarksfjöldi hrossa í ferðinni er 100 hross.
- Skráning í ferðina verður virk þegar 5.000 kr staðfestingargjald hefur verið greitt. Staðfestingargjald og fullnaðargreiðslu skal leggja inn á reikning:
- Reiknnr.544-26-4044 Kt: 640269-6509
- Vinsamlegast sendið kvittun á ferdanefnd@sorli.is
Vinsamlegast athugið:
- Að um er að ræða takmarkaðan fjölda þátttakenda-fyrstur kemur fyrstur fær.
- Að þeir einir geta farið í Sörlaferðir sem eru fullgildir, skuldlausir félagar í Sörla.
- Að hjálmaskylda er í Sörlaferðum!
- Að ölvun á hestbaki getur varðað brottvikningu úr ferð (gæta hófs)
- Að hver og einn ber ábyrgð á sinni eigin slysa- og ferðatryggingu.
- Að greiða þarf 5.000 kr staðfestingargjald eigi síðar en 15. mars 2014. ATH að staðfestingargjald er óafturkræft.
- Að helming ferðarinnar þarf að greiða fyrir 20. apríl 2014 þar sem endanlegur fjöldi í ferðina þarf að liggja fyrir þá (vegna staðfestingar á gistingu, rútu og fleira)
- Að lokagreiðslu þarf að greiða í síðasta lagi 2. júní 2014
- Að hægt er að panta í ferðina með því að senda tölvupóst á ferdanefnd@sorli.is
- Að Sörli tekur ekki ábyrgð á meiðslum á hrossum sem alltaf geta komið upp í stóru stóði.
Athugið: hrossin eru teymd að öllu leyti seinni tvo daga ferðarinnar og þarf að hafa það í huga varðandi fjölda hrossa pr. mann. Það er hins vegar hægt að skilja auka hross eftir þessa tvo daga þar sem við byrjum og endum dagleiðina í sama haga
Ferðatilhögun
Allar vegalengdir áætlaðar og fyrirvari gerður um breytingar á einstökum áföngum.
Dagur 1
Þriðjudagur 10. júní. Hestar og menn mæta í Fossnes eftir hádegi. Gert er ráð fyrir sameiginlegum kvöldverði um kvöldið þar sem nánari ferðatilhögun verður kynnt, farið yfir reiðleið næsta dags og önnur mikilvæg atriði.
Dagur 2
Miðvikudagur 11. júní. Riðið sem leið liggur upp að Ásólfstöðum, stoppað í gerðinu í Sandártungu, svo áfram inn Vikra, hjá Vegghömrum og inn að Kletti þar sem er hestagerði og hús. Þar hvílast hrossin um nóttina, þeim er gefin rúlla og rúta ferjar mannskapinn heim að Fossnesi. Fín reiðleið sem tekur 4 -5 klst í hnakk.
Dagur 3
Fimmtudagur 12. júní. Rúta ferjar mannskapinn upp að Kletti. Þaðan er riðið vestur Seljamýrina og í Víðigil um Þverárdal, hjá Sneplafossi og í Blakkdal í Fossneslandi, þaðan sem leið liggur fram Fossneshaga. Frábær reiðleið, uþb. 4-5 klst í hnakk. Hestar og men gista í Fossnesi.
Dagur 4
Föstudagur 13. júni. Hrossin teymd. Riðið inn Fossneshaga í vestur þvert yfir Hamarsheiðahaga um Lómstaðagil , yfir Tungá og inn á veginn hjá Skáldabúðum. Riðið um Kragaskarð og upp að Laxárdal. Þaðan er riðið niður með Stóru Laxá fram Laxárdalshaga í Bjarnarhaga og fram að Hlíð, framhjá Hæli, Steinsholti, Austurhlíð, Ásabrekkum og í Fossnes. Reiðleiðin er hestagata og braut og tekur 6-7 klst.
Dagur 5
Laugardagur 14. júní. Hrossin teymd. Farið fram með Þjórsá, hjá Ölmóðsey, upp á Þjórsárholtið og að fossinum Búða í Þjórsá. Þaðan að Minna- Hofi og svo með veginum upp Löngudælaholt og í Fossnes. Reiðleiðir eru hestagötur og vegur og tekur 6 – 7 klst.
Dagur 6
Sunnudagur 15. júní. Tiltekt og heimferð um hádegi.
Kveðja,
Ferðanefnd