Á Sumardaginn fyrsta ætlar ferðanefndin að bjóða vinum okkar úr Brimfaxa í heimsókn og reiðtúr.

Klukkan 13:00 verður lagt af stað frá Sörlastöðum. Farið verður í ca. klukkutíma reiðtúr.

Að reiðtúrnum loknum verður grillað á Sörlastöðum. Skráning fer fram á ferdanefnd@sorli.is seinastalagi fyrir hádegi þann 24 apríl.

Við erum búin að panta rjómablíðu, gleði og glens. Við eigum ekki von á öðru en að það standist.

 

Vonumst til að sjá sem flesta,

Ferðanefndin

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Frá: 
Ferðanefnd