Föstudaginn 28 Apríl kl. 20.00 verður farið í hinn árlega og skemmtilega grilltúr okkar Sörlafólks. Tilhögun er þannig að við mætum við suðurgafl Sörlastaða kl. 20:00 og förum í ca. 1 1/2 tíma reiðtúr. Skilum svo hestum okkar heim í hesthús og mætum þá aftur á Sörlastaði með eitthvað gott á grillið og veigar eftir smekk hvers og eins