Nýhestamót Sörla var haldið í dag laugardaginn 18. apríl.   Í þessu móti mega einungis hestar í eigu Sörlafélaga keppa og mega þeir ekki hafa unnið til verðlauna á mótum árið 2014 og fyrr. Það má segja að það hafi gustað vel á keppendur á meðan á keppninni stóð.  

Keppt var í þremur flokkum og urðu úrslit eftirfarandi:

21 árs og yngri

1. Hafdís Arna Sigurðardóttir og Rimma frá Miðhjáleigu
2. Jóhanna Ásgeirsdóttir og Flosi frá Raufarfelli 2
3. Svavar Arnfjörð og Háski frá Skarði
4. Lilja Hrund Pálsdóttir og Dáð frá Hafnarfirði
5. Hanna Kristín Árnadóttir og Hlíð frá Ási 2

Konur
1. Maria Greve og Stormur frá Víðistöðum 
2. Helga Sveinsdóttir og Náttar frá Hvoli
3. Valka Jónsdóttir og Hylling frá Hafnarfirði
4. Sigrún Einarsdóttir og Óvænt frá Hafnarfirði
5. Ástey Gyða Gunnarsdóttir og Rita frá Ketilshúsahaga

Karlar
1. Jóhannes Ármannsson og Ester frá Eskiholti II
2. Haraldur Haraldsson og Afsalon frá Strönd II
3. Smári Adolfsson og Fjöður frá Ragnheiðarstöðum
4. Sigurður Markússon og Tinna frá Tungu
5. Sigurður Emil Ævarsson og Gauti frá Oddhóli

Dómari mótsins var Ólafur Árnason og ritari Sólveig Óladóttir. Þökkum við þeim og öllum sem komu að skipulagningu og framkvæmd mótsins.

Birtingardagsetning: 
laugardaginn, 18. apríl 2015 - 19:46
Frá: 
Viðburðardagsetning: 
laugardaginn, 18. apríl 2015 - 19:46
Vettvangur: 
Myndir: